BLAST Premier hefur göngu sína í dag: Sigur í Ljósleiðaradeildinni veitir keppnisrétt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. janúar 2022 12:32 BLAST Premier hefur göngu sína á Stöð 2 eSport í dag. BLAST Premier Íslenskir aðdáendur tölvuleiksins CS:GO ættu að geta glaðst yfir fréttum dagsins, en atvinnumannadeildin BLAST Premier hefur göngu sína á Stöð 2 eSport í dag. Ekki nóg með það heldur mun íslenskt lið geta unnið sér inn þáttökurétt í forkeppni deildarinnar. BLAST-mótaröðin er ein stærsta mótaröð heims í Counter-Strike samfélaginu þar sem lið frá öllum heimshornum reyna að vinna sér inn sæti í deildinni í gegnum forkeppnir. Tólf bestu lið Evrópu taka þátt í vordeild BLAST Premier og verður sýnt frá fyrsta degi deildarinnar í dag frá klukkan 13:30 á Stöð 2 eSport, en dagskráin hefst á upphitun fyrir daginn. Fyrsta viðureign dagsins er á milli G2 og Complexity klukkan 14:00, áður en BIG og NiP mætast um það bil klukkustund síðar. Dagskráin heldur svo áfram fram á kvöld, eða alveg þangað til Ljósleiðaradeildin tekur við klukkan 20:15. Það verður einmitt toppslagur í boði í Ljósleiðaradeildinni í kvöld þegar Dusty og Þór mætast í seinni viðureign kvöldsins. Dusty er með sex stiga forskot á Þórsara sem setja í öðru sæti deildarinnar, en nú er meira undir en hefur verið seinustu tímabil. Sigur í Ljósleiðaradeildinni veitir nefnilega keppnisrétt í forkeppni BLAST Premier. Það að sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar, íslensku úrvalsdeildarinnar, komist nú sjálfkrafa í Norðurlandaforkeppnina (e. Nordic Master) og muni berjast við 30 bestu félagslið heims er ótrúleg viðurkenning á stöðu Counter-Strike á Íslandi. Nú er komin greið leið fyrir íslensk félagslið til að fá tækifæri á stóra sviðinu þar sem barist verður um hluta af 200 milljóna verðlaunafé sem í boði er á BLAST-mótaröðinni. „Stærsta tækifæri sem íslenskir leikmenn hafa nokkurn tímann fengið“ Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, segir þetta vera risa tækifæri fyrir íslensk félagslið. Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rafíþróttasambands Íslands, er eðli málsins samkvæmt spenntur fyrir þessum fréttum og segir þetta risastórt tækifæri fyrir rafíþróttir á Íslandi. „Ég fullyrði að þetta er stærsta tækifæri sem íslenskir leikmenn hafa nokkurn tímann fengið og verður rosaleg lyftistöng fyrir íslenska rafíþróttasenu,“ segir Aron. „Þessi samningur táknar tímamót í rafíþróttum en núna er vinsælasta rafíþróttadeild landsins orðin formlegur partur af alþjóðlega keppnisumhverfinu. Það er komin greið leið frá því að spila í íslensku úrvalsdeildinni og sanna sig á móti bestu liðum í heimi.“ Aron segir enn fremur að nú séu íslensk rafíþróttafélög að fá tækifæri til að taka þátt í Meistaradeildinni, og þakkar bakhjörlum deildarinnar fyrir þann metnað sem hefur verið sýndur síðustu ár. „Til að setja þetta í knattspyrnusamhengi þá erum við komin með eitt pláss í forkeppni Meistaradeildarinnar. En þetta er staðfesting á þeirri vinnu sem íslensku liðin og bakhjarlar deildarinnar Stöð 2, Ljósleiðarinn, Elko og Vodafone hafa lagt á sig síðustu ár. En þetta hefði aldrei gerst án aðkomu Stöðvar 2 sem hefur lagt mikinn metnað í það að byggja upp rafíþróttaumhverfið með okkur í Rafíþróttasamtökum Íslands.“ „Það er hægt að segja að við séum löngu hætt að spila bara tölvuleiki og kalla það keppni. Ljósleiðaradeildin stendur fyrir fagmennsku þar sem liðin æfa markvisst til að verða betri. Framtíðin er björt og við sjáum þann áhuga í iðkendatölum hjá rafíþróttadeildum landsins og þátttöku í deildarkeppnunum okkar,“ sagði Aron að lokum. Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvernig BLAST-mótaröðin virkar má skoða myndbandið hér fyrir neðan þar sem farið er yfir hvernig tímabilið gengur fyrir sig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WP7ijuwYYu4">watch on YouTube</a> Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
BLAST-mótaröðin er ein stærsta mótaröð heims í Counter-Strike samfélaginu þar sem lið frá öllum heimshornum reyna að vinna sér inn sæti í deildinni í gegnum forkeppnir. Tólf bestu lið Evrópu taka þátt í vordeild BLAST Premier og verður sýnt frá fyrsta degi deildarinnar í dag frá klukkan 13:30 á Stöð 2 eSport, en dagskráin hefst á upphitun fyrir daginn. Fyrsta viðureign dagsins er á milli G2 og Complexity klukkan 14:00, áður en BIG og NiP mætast um það bil klukkustund síðar. Dagskráin heldur svo áfram fram á kvöld, eða alveg þangað til Ljósleiðaradeildin tekur við klukkan 20:15. Það verður einmitt toppslagur í boði í Ljósleiðaradeildinni í kvöld þegar Dusty og Þór mætast í seinni viðureign kvöldsins. Dusty er með sex stiga forskot á Þórsara sem setja í öðru sæti deildarinnar, en nú er meira undir en hefur verið seinustu tímabil. Sigur í Ljósleiðaradeildinni veitir nefnilega keppnisrétt í forkeppni BLAST Premier. Það að sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar, íslensku úrvalsdeildarinnar, komist nú sjálfkrafa í Norðurlandaforkeppnina (e. Nordic Master) og muni berjast við 30 bestu félagslið heims er ótrúleg viðurkenning á stöðu Counter-Strike á Íslandi. Nú er komin greið leið fyrir íslensk félagslið til að fá tækifæri á stóra sviðinu þar sem barist verður um hluta af 200 milljóna verðlaunafé sem í boði er á BLAST-mótaröðinni. „Stærsta tækifæri sem íslenskir leikmenn hafa nokkurn tímann fengið“ Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, segir þetta vera risa tækifæri fyrir íslensk félagslið. Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rafíþróttasambands Íslands, er eðli málsins samkvæmt spenntur fyrir þessum fréttum og segir þetta risastórt tækifæri fyrir rafíþróttir á Íslandi. „Ég fullyrði að þetta er stærsta tækifæri sem íslenskir leikmenn hafa nokkurn tímann fengið og verður rosaleg lyftistöng fyrir íslenska rafíþróttasenu,“ segir Aron. „Þessi samningur táknar tímamót í rafíþróttum en núna er vinsælasta rafíþróttadeild landsins orðin formlegur partur af alþjóðlega keppnisumhverfinu. Það er komin greið leið frá því að spila í íslensku úrvalsdeildinni og sanna sig á móti bestu liðum í heimi.“ Aron segir enn fremur að nú séu íslensk rafíþróttafélög að fá tækifæri til að taka þátt í Meistaradeildinni, og þakkar bakhjörlum deildarinnar fyrir þann metnað sem hefur verið sýndur síðustu ár. „Til að setja þetta í knattspyrnusamhengi þá erum við komin með eitt pláss í forkeppni Meistaradeildarinnar. En þetta er staðfesting á þeirri vinnu sem íslensku liðin og bakhjarlar deildarinnar Stöð 2, Ljósleiðarinn, Elko og Vodafone hafa lagt á sig síðustu ár. En þetta hefði aldrei gerst án aðkomu Stöðvar 2 sem hefur lagt mikinn metnað í það að byggja upp rafíþróttaumhverfið með okkur í Rafíþróttasamtökum Íslands.“ „Það er hægt að segja að við séum löngu hætt að spila bara tölvuleiki og kalla það keppni. Ljósleiðaradeildin stendur fyrir fagmennsku þar sem liðin æfa markvisst til að verða betri. Framtíðin er björt og við sjáum þann áhuga í iðkendatölum hjá rafíþróttadeildum landsins og þátttöku í deildarkeppnunum okkar,“ sagði Aron að lokum. Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvernig BLAST-mótaröðin virkar má skoða myndbandið hér fyrir neðan þar sem farið er yfir hvernig tímabilið gengur fyrir sig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WP7ijuwYYu4">watch on YouTube</a>
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira