Lífið

Kötturinn Will­ow flytur í Hvíta húsið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Upplýsingafulltrúinn segir köttinn vera að venjast sínum nýju heimkynnum.
Upplýsingafulltrúinn segir köttinn vera að venjast sínum nýju heimkynnum. Twitter/Biden

Bandaríkjaforseti og fjölskylda hefur nú tekið nýjan meðlim inn í fjölskylduna. Meðlimurinn nýi er enginn annar en kötturinn Willow.

Willow er tveggja ára gamall og græneygður „sveitaköttur“ frá Pennsylvaníu, eins og segir í frétt Reuters. Jill Biden forsetafrú deildi myndum af Willow fyrr í dag.

Jill nefndi köttinn eftir heimabæ sínum Willow Grove í Pennsylvaníu og upplýsingafulltrúi Biden segir að kettinum virðist strax líða vel í þessum nýju heimkynnum.

„Sveitaketti frá Pennsylvaníu tókst að koma sér í náðina hjá Jill Biden þegar hann hoppaði upp á svið og truflaði ræðu í miðri kosningabaráttu,“ segir upplýsingafulltrúinn og bætir við að eigandi kattarins hafi þá vitað að Willow ætti með réttu heima hjá forsetahjónunum.

Forsetahjónin hafa áður haldið hunda en tveimur hundum forsetahjónanna var vísað burt úr Hvíta húsinu í fyrra eftir að hafa verið til vandræða. 

Nú í desember á síðasta ári fengu þau hins vegar hundinn Champ en ekki fylgir sögunni hvernig Willow og hundinum komi saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.