Ómar Ingi endurtók afrek Óla Stefáns nákvæmlega tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörkum meira en næsthæsti maðurinn á markalista EM 2022. Getty/Nikola Krstic Ómar Ingi Magnússon var markakóngur Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu sem lauk með úrslitaleik Svía og Spánverja í gær. Aðeins einu sinni áður hefur Ísland átt markakóng EM. Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000). EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000).
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira