Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Heimsljós 3. febrúar 2022 11:29 Ljósmynd: SÞ Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu. Svæðin tuttugu í heiminum þar sem hungur sverfur að. Samkvæmt skýrslunni – Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity – er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult. Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent
Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu. Svæðin tuttugu í heiminum þar sem hungur sverfur að. Samkvæmt skýrslunni – Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity – er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult. Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent