Lífið

MIKA kynnir Eurovision í ár

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Það verður áhugavert að sjá hvort að hann taki lagið.
Það verður áhugavert að sjá hvort að hann taki lagið. Getty/ NurPhoto

Breski söngvarinn MIKA sem gerði garðinn frægan með laginu Grace Kelly verður einn af kynnum Eurovision hátíðarinnar 2022. Ásamt honum verða ítalska söngkonan Laura Pausini og ítalski þáttastjórnandinn Alessandro Cattelan kynnar en keppnin fer fram á Ítalíu.

Líkt og áður hefur komið fram mun Ísland taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Slagorð Eurovision í ár er The Sound of Beauty og verður gaman að sjá hvernig spilað verður inn á það. Lokakvöld keppninnar fer fram fjórum dögum seinna og þar verður sigurvegari Eurovision valinn. 

Framlag Íslands verður valið 12. mars í Söngvakeppni Sjónvarpsins en undanúrslitin fara af stað í febrúar. Ragnhildur Steinunn, Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir verða kynnar Söngvakeppninnar í ár.

Kynnar Eurovision 2022.Getty/ Mondadori Portfolio

Tengdar fréttir

Ísland mun keppa í fyrri undankeppni Eurovision

Það er komið í ljós að Ísland muni taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Atriði Íslands mun stíga á svið seinnihluta kvöldsins og alls keppa átján lönd í fyrri undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.