Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins enn með örugga forystu eftir jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten eru í góðum málum í svissnesku deildinni í handbolta.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten eru í góðum málum í svissnesku deildinni í handbolta. Getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen eru enn með sex stiga forskot á toppi svissnesku deildarinnar í handbolta eftir 30-30 jafntefli gegn Pfadi Winterthur í toppslag deildarinnar í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu og hvorugt liðið náði að koma sér í afgerandi forystu. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn í Kadetten með einu marki, 15-14.

Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem ekkert virtist geta skilið liðin að. Lokatölur urðu 30-30 og liðin skiptu því stigunum á milli sín.

Kadetten er sem áður segir á toppi deildarinnar með 30 stig eftir 16 leiki, sex stigum meira en Pfadi Winterthur sem hefur leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×