Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 17:01 Pétur Helgason er viðmælandi í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38
Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31
Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01
„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00