Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2022 15:27 GTA V hefur notið gífurlegra vinsælda í nærri því áratug. Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. Í yfirlýsingu sem birt var á Twitter á fjórða tímanum í dag segir að við framleiðslu allra leikja Rockstar sé það markmið starfsmanna að gera betur en áður. „Það gleður okkur að staðfesta að framleiðsla næsta leikjar í seríunni er hafin.“ Í tístinu segir einnig að frekari upplýsingar verði veittar um leið og það sé hægt. We look forward to sharing more as soon as we are ready, so please stay tuned to the Rockstar Newswire for official details.On behalf of our entire team, we thank you all for your support and cannot wait to step into the future with you!— Rockstar Games (@RockstarGames) February 4, 2022 Sambærileg yfirlýsing var birt á vef Rockstar en þar er að mestu verið að fjalla um GTA V. Í lok hennar segir þó að framleiðsla GTA 6 sé „vel á veg komin“. GTA V er einhver vinsælasti tölvuleikur heimsins og árið 2018 náði leikurinn þeim áfanga að verða arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Þá höfðu Rockstar og Take Two þénað um sex milljarða dala af honum. Framleiðslukostnaður leiksins var 265 milljónir dala, sem gerði hann að dýrasta tölvuleik sem hefur verið gerður. Leikurinn var fyrst gefinn út árið 2013. Hann var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna uppfærður fyrir PS4 og Xbox One og svo enn seinna fyrir PC-tölvur. Nú er verið að gefa leikinn út enn eina ferðina fyrir PS5 og Xbox Series X. Sjá einnig: Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Enn er ekkert vitað með vissu um sögusvið GTA 6 en orðrómur um að spilarar gætu verið að heimsækja borgina Vice City á nýjan leik hefur verið hávær. Leikjavísir Tengdar fréttir Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög. 8. desember 2021 15:52 GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér „Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition. 22. nóvember 2021 11:50 Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Leikjafyrirtækið Rockstar tilkynnti í dag að Grand Theft Auto 5 myndi koma út í uppfærðri útgáfu í nóvember. Þá væri hann sniðinn að nýjustu kynslóð leikjatölva Microsoft og Sony. 18. maí 2021 20:18 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Twitter á fjórða tímanum í dag segir að við framleiðslu allra leikja Rockstar sé það markmið starfsmanna að gera betur en áður. „Það gleður okkur að staðfesta að framleiðsla næsta leikjar í seríunni er hafin.“ Í tístinu segir einnig að frekari upplýsingar verði veittar um leið og það sé hægt. We look forward to sharing more as soon as we are ready, so please stay tuned to the Rockstar Newswire for official details.On behalf of our entire team, we thank you all for your support and cannot wait to step into the future with you!— Rockstar Games (@RockstarGames) February 4, 2022 Sambærileg yfirlýsing var birt á vef Rockstar en þar er að mestu verið að fjalla um GTA V. Í lok hennar segir þó að framleiðsla GTA 6 sé „vel á veg komin“. GTA V er einhver vinsælasti tölvuleikur heimsins og árið 2018 náði leikurinn þeim áfanga að verða arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Þá höfðu Rockstar og Take Two þénað um sex milljarða dala af honum. Framleiðslukostnaður leiksins var 265 milljónir dala, sem gerði hann að dýrasta tölvuleik sem hefur verið gerður. Leikurinn var fyrst gefinn út árið 2013. Hann var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360. Hann var svo seinna uppfærður fyrir PS4 og Xbox One og svo enn seinna fyrir PC-tölvur. Nú er verið að gefa leikinn út enn eina ferðina fyrir PS5 og Xbox Series X. Sjá einnig: Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Enn er ekkert vitað með vissu um sögusvið GTA 6 en orðrómur um að spilarar gætu verið að heimsækja borgina Vice City á nýjan leik hefur verið hávær.
Leikjavísir Tengdar fréttir Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög. 8. desember 2021 15:52 GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér „Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition. 22. nóvember 2021 11:50 Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Leikjafyrirtækið Rockstar tilkynnti í dag að Grand Theft Auto 5 myndi koma út í uppfærðri útgáfu í nóvember. Þá væri hann sniðinn að nýjustu kynslóð leikjatölva Microsoft og Sony. 18. maí 2021 20:18 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög. 8. desember 2021 15:52
GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér „Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition. 22. nóvember 2021 11:50
Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Leikjafyrirtækið Rockstar tilkynnti í dag að Grand Theft Auto 5 myndi koma út í uppfærðri útgáfu í nóvember. Þá væri hann sniðinn að nýjustu kynslóð leikjatölva Microsoft og Sony. 18. maí 2021 20:18