Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:01 Good Morning America ræddi við Birgi Jónsson, forstjóra Play. Vísir/Vilhelm „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn. Fréttir af flugi Play Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn.
Fréttir af flugi Play Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira