Lífið

Flóki fannst á Selfossi eftir margra mánaða leit

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Kötturinn hefur farið í langt ævintýri.
Kötturinn hefur farið í langt ævintýri. Getty/ MamiGibbs

Kötturinn Flóki virðist hafa skroppið í smá ferðalag, hann týndist í póstnúmerinu 108 í vor en fannst á Selfossi í gær eftir margra mánaða leit.

Baldvin A B Aalen er alsæll eftir að hafa endurheimt köttinn sinn Flóka sem lét sig hverfa vorið 2021. Hann sást síðast í kringum Fossvoginn og var Selfoss því ekki ofarlega á lista yfir staði til þess að leita hans. Katrín Stefanía frá samtökunum Villikettir Suðurlandi tók Flóka inn og hugaði að honum. 

Hún skannaði hann og fann eigendurna sem fóru beint af stað og endurheimtu týnda fjölskyldumeðliminn. Amma Flóka tilkynnti um fundinn á samfélagsmiðlum.

Hrafnhildur Birta og Katrín Stefanía með Flóka.Aðsend

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köttur úr þessu póstnúmeri lætur sig hverfa og finnst á Selfossi en sambærilegt atvik átti sér stað í síðasta mánuði. Líklega munum við aldrei vita hvað á daga þeirra dreif en ferðir þeirra gætu ábyggilega verið gott efni í Disney teiknimynd. 


Tengdar fréttir

Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag

Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.