Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 07:30 Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára þykir Kamila Valieva einn fremsti listdansari á skautum í heiminum. getty/Jean Catuffe Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira