Lífið

Fallegt einbýli Margrétar og Ómars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Ýr er ánægð í Garðabænum þrátt fyrir að vera mikill Breiðhyltingur. 
Margrét Ýr er ánægð í Garðabænum þrátt fyrir að vera mikill Breiðhyltingur. 

Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen.

Margrét, sem er kennari, býr í eigninni ásamt eiginmanni sínum lögmanninum Ómari R. Valdimarssyni og dætrum þeirra tveimur.

Þau hjónin fjárfestu í einbýlinu árið 2011 og hafa síðan þá unnið hörðum höndum að því að eignast draumaheimilið. 

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær þar sem farið var yfir smekklegt heimili þeirra hjóna. 

Klippa: Fallegt einbýli Margrétar og Ómars





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.