Ákall UNICEF vegna hræðilegra aðstæðna barna í Sýrlandi Heimsljós 10. febrúar 2022 10:25 unicef „Klukkan tifar fyrir börnin í norðurhluta Sýrlands og hver dagur skiptir máli. Hvert framlag gerir gagn,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á. „Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni. Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19. Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til. Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent
Hvert framlag gerir gagn,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á. „Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni. Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19. Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til. Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent