Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, kemur ný inn í stjórnina ásamt Kevin Michael Payne, sem er á mála hjá bandaríska framtakssjóðnum Pt Capital, aðaleiganda Nova.
Auk þeirra sitja í stjórn Hugh Short, framkvæmdastjóri Pt Capital, Tina Pidgeon, sem einnig tengist bandaríska sjóðnum, og Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafold Capital Partners.
Fjölgun stjórnarmanna er athyglisverð í ljósi þeirra ummæla sem stjórnarformaðurinn Hugh Short lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember. Short sagði að það væri til skoðunar að skrá fjarskiptafélagið á hlutabréfamarkað.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.