Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 20:08 Guðlaugur virðist ekki hafa verið á því að láta Rússlandsforseta komast upp með hvað sem er. Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur. Utanríkismál Rússland Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Sjá meira
Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Utanríkismál Rússland Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Sjá meira