„Þetta virkar ekki alveg saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Sólborg fer að stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ innan skamms. Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum. Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Um er að ræða samfélagsverkefni gegn starfrænu annarskonar kynferðisofbeldi sem hófst á Instagram-síðu hennar árið 2016. Sólborg hefur haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar allskonar spurningum. Sólborg er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2+ sem heita einfaldlega Fávitar. „Ég held í grófum dráttum séu unglingar mikið að pæla í því hvort þeirra hugsanir séu eðlilegar, sama hverju það tengist. Þau eru svo mikið að miða sig við jafnaldra sína og bera sig saman. Þau eru að pæla í því hvort það sé eðlilegt að þau hafi áhuga á kynlífi eða ekki áhuga á kynlífi. Hvort það sé eðlilegt að þau líti út á ákveðna vegu eða hvort þau laðist að ákveðnu fólki eða ákveðnum kynjum,“ segir Sólborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Sólborg segir að unglingar í dag séu samt sem áður meðvitaðri og upplýstari en fyrir um áratugi síðan. Almennt í afneitun „Ég held að foreldrar séu stundum í afneitun um það hvað börnin þeirra eru að pæla í. Meðalaldur drengja sem eru byrjaðir að horfa á klám er ellefu ára og við fullorðna fólkið erum að byrja tala við börnin okkar um kynlíf þegar þau eru þrettán ára. Þetta virkar ekki alveg saman.“ Sólborg segir að til að mynda verði fjallað um það í þáttunum að klám og kynlíf sé ekki það sama. „Ég trúi samt ekki á boð og bönn og trúi ekki á það að það sé gott að banna börnum að horfa á klám, frekar fá þau til að átta sig á því hversu skaðlegt það getur verið og hvernig ranghugmyndir þau fá. Frekar að leiðrétta þær heldur en að skamma þau.“ Sólborg segir að unglingum eigi almennt eftir að líða betur með meiri kynfræðslu. Þessi unga kona er samt ekki aðeins að gefa út bækur og sjónvarpsþátt heldur er Sólborg einnig að fara taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Ég er ógeðslega spennt. Ég er búin að gefa út þrjú lög undir nafninu Suncity sem er bara beinþýðing á nafninu mínu,“ segir Sólborg sem heldur áfram að tala um þættina og hvetur foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum.
Ísland í dag Kynlíf Börn og uppeldi Bókmenntir Fávitar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira