Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 15:07 Kamila Valieva lét pressuna ekki á sig fá og átti góðan dag á skautasvellinu. getty/Matthew Stockman Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira