Matur

Eldað af ást: Fylltar ítalskar kjötbollur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eldað af ást birtast á miðvikudögum á Vísi og Stöð 2+ efnisveitunni.
Eldað af ást birtast á miðvikudögum á Vísi og Stöð 2+ efnisveitunni. Eldað af ást

„Hvern dreymir ekki um að vera í ítölsku eldhúsi og borða guðdómlegan mat? Þessar kjötbollur færa þig örlítið nær enda hellingur af ást sem fara í þær.“

Í nýjasta þættinum af Eldað af ást gerir Kristín Björk fylltar ítalskar kjötbollur. 

Kristín Björk heldur úti skemmtilegri Instagram síðu en þættirnir hennar munu birtast vikulega hér á Vísi. Hægt er að horfa á fyrstu þættina HÉR.

Uppskriftina má finna neðar í fréttinni en aðferðina má sjá í þættinum sem einnig má finna á Stöð 2+ efnisveitunni.

Klippa: Eldað af ást - Fylltar ítalskar kjötbollur

Kjötbollur

  • 1 bakki nautahakk
  • 250 gr hentur (ég notaði pistasíur og kasjúhnetur)
  • 1 egg
  • Rauður chilli
  • Salt & pipar
  • hvítlaukur
  • basilika
  • Mozarella ostur

Sósan

  • Litlir tómatar
  • Rauður chilli
  • Hvítlaukur
  • Basilika
  • Ólífu olía
  • salt og pipar
  • sýróp

Aðferð

  1. Blanda saman öllu sem fer í bollurnar nema ostinum. 
  2. Móta litlar kúlur, flet þær út í lófanum og set ostinn inn í. Loka þeim utan um ostinn. 
  3. Steiki bollurnar örlítið á pönnu, salta og pipra.
  4. Innihaldsefnunum í sósuna er öllum blandað saman í eldfast mót. 
  5. Kjötbollurnar eru settar yfir, því næst rifinn Mozarella. 
  6. Bollurnar eru settar inn í ofn á 220 í um það bil 15 mínútur.
  7. Svo er bara að að sjóða pasta og njóta með brauði og smjöri og parmesan osti.

Tengdar fréttir

Eldað af ást: „Heimsins besta bleikja“

„Uppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras, segir Kristín Björk þáttastjórnandi eldað af ást. Í nýjasta þættinum eldar hún bleikju sem hún segir þá bestu í heimi. 

Eldað af ást: Tacosalat úr örfáum hráefnum

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk. Fjórða máltíðin sem hún sýnir er tacosalat.

Eldað af ást: Kálfakjöt með heimagerðu pestói

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk. Þriðja máltíðin sem hún sýnir er kálfakjöt með heimagerðu pestói og meðlæti.

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.