Berglind: Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 22:25 Það var hart barist á Ásvöllum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Berglind Gunnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld í fjarveru Ólafs Sigurðssonar þjálfara. Hún hafði lítið jákvætt að segja um frammistöðu Valsliðsins gegn Haukum. „Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum. Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum.
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54