Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:59 Kamila Valieva varð Evrópumeistari á nýju heimsmeti í síðasta mánuði og er afar líkleg til sigurs í listhlaupi á skautum í Peking í dag. Getty/Ulrik Pedersen Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Valieva mætti keppa á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember, á rússneska meistaramótinu. Þess vegna fær hún að keppa í dag í seinni hluta listhlaups á skautum þar sem hún er afar sigurstrangleg. Verðlaun verða hins vegar ekki veitt á leikunum í þeim greinum þar sem Valieva endar í einu af efstu þremur sætum, á meðan að beðið er eftir endanlegri niðurstöðu um afleiðingar lyfjaprófsins. Valieva hefur þegar leitt Rússa, sem vegna lyfjahneykslisins þar í landi keppa undir nafni ólympíunefndar Rússlands, til sigurs í liðakeppni listhlaupsins. Mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri keppnisliðs Bandaríkjanna, hefur sagt að Rússar sýni með kerfisbundnum hætti algjöra vanvirðingu gagnvart „hreinum íþróttum“ og fleiri eru vonsviknir yfir niðurstöðu CAS, líkt og forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins: „Við erum mjög vonsvikin yfir niðurstöðu CAS-ráðsins. Það er áhyggjuefni að ráðið hafi ákveðið að fara ekki eftir því sem fram kemur í alþjóðlegu lyfjareglunum,“ sagði Banka við Eurosport. „Frá okkur séð er þetta því önnur mjög umdeild niðurstöðu en auðvitað lútum við henni. En ef við tölum almennt um það að dópa börn þá er það að mínu mati, og að mati WADA, hrein illgirni og óverjanlegt. Það fólk sem gefur börnum ólögleg lyf er að drepa hreinar íþróttir,“ sagði Banka. Ættu að hljóta lífstíðarbann og fangelsisdóm „Læknarnir, þjálfararnir og annað fólk sem sýnt er að hafi gefið börnum árangursaukandi lyf ætti svo sannarlega að hljóta lífstíðarbann. Að mínu mati ætti það fólk einnig að fara í fangelsi. Sum lönd hafa þegar gert það glæpsamlegt að láta börn neyta lyfja… Ég held að það sé mjög sterk og góð leið,“ sagði Banka. Hann sagði WADA koma til með að sjá til þess að rússneska lyfjaeftirlitið myndi gera ítarlega rannsókn varðandi fólkið á bakvið Valievu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31