Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 20:54 Hafdís Priscilla Magnúsdóttir var gestur í fyrsta þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Næsti þáttur birtist á Lífinu á Vísi á morgun. Vísir/Vilhelm „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ Hafdís ræddi sína reynslu af baráttunni við krabbamein í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum. Hent á breytingaskeið í leiðinni „Ég er á fyrirbyggjandi meðferð núna, þar sem ég þarf að taka andhormóna daglega næstu tólf árin í viðbót og svo er ég að sprauta mánaðarlega hylkjum í mig og ég á örugglega tvö ár eftir af því.“ Þar sem Hafdís var með hormónajákvætt brjóstakrabbamein, þá nærðist hennar æxli á hormónum. Hún fór því á „blússandi tíðahvörf“ eins og hún orðar það, með tilheyrandi hitaköstum. „Mér var dálítið hent út í það. “ Það er ýmislegt sem fólk þarf að læra eftir að það greinist með krabbamein. Margir leita eftir ráðgjöf eða stuðningi hjá Krafti og er Hafdís ein þeirra sem hefur gert það í veikindunum. Meðal annars tók hún þátt í hópnum stelpukraftur. „Þetta er bara þannig að þú mætir ef þú getur mætt. Ef þú getur ekki mætt þá er það bara allt í lagi.“ Fara þær saman á kaffihús, námskeið, í sumarbústað, í upplifun eins og Sky-lagoon og svo langar þeim að fara saman erlendis. Kraftur er því meira fyrir Hafdísi en bara fræðsla, jafningjastuðningur og ráðgjöf. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein birtist á Lífinu á Vísi á morgun. Notar eigin reynslu í starfinu Í þættinum var líka rætt við Huldu Hjálmarsdóttur Hjálmarsdóttir framkvæmdastýru Krafts. „Kraftur er mjög mikilvægt félag en það óskar þess enginn að ganga í Kraft,“ segir Hulda í þættinum. Í þættinum fá hlustendur að kynnast betur þjónustu félagsins og hvað það er eiginlega sem Kraftur gerir til að styðja við unga krabbameinsgreinda og aðstandendur. Sjálf hefur Hulda setið í mörg ár í stjórn félagsins. „Þetta átti nú ekki að vera svona langt stopp en lífið gerist og ég er þakklát fyrir það, mér finnst það ákveðinn heiður að fá að hafa áhrif á það hvernig stuðning við erum að veita ungu krabbameinsveiku fólki og aðstandendum. Ég finn að mín eigin reynsla og innsýn hjálpar þar til.“ 70 ungir einstaklingar á ári Hulda segir að það sé henni mikilvægt að fá að þjóna þessum hagsmunahópi. „Það eru náttúrulega sjötíu ungir einstaklingar sem greinast á hverju ári með krabbamein.“ Hún segir að það sé auðvitað val hvers og eins hvort hann leiti til Krafts. Félagið sinnir bæði krabbameinsgreindum og aðstandendum þessa unga fólks. „En okkur finnst mikilvægt að fólk viti af félaginu, hvað við gerum og fyrir hvað við stöndum.“ Hulda Hjálmarsdóttir hefur fylgt félaginu í mörg ár í stjórninni en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins 15 ára gömul. Vísir/Arnar Halldórsson Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Huldu og svo líka Krafts-félagsmennina Pétur Helgason og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur, í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Hafdís ræddi sína reynslu af baráttunni við krabbamein í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum. Hent á breytingaskeið í leiðinni „Ég er á fyrirbyggjandi meðferð núna, þar sem ég þarf að taka andhormóna daglega næstu tólf árin í viðbót og svo er ég að sprauta mánaðarlega hylkjum í mig og ég á örugglega tvö ár eftir af því.“ Þar sem Hafdís var með hormónajákvætt brjóstakrabbamein, þá nærðist hennar æxli á hormónum. Hún fór því á „blússandi tíðahvörf“ eins og hún orðar það, með tilheyrandi hitaköstum. „Mér var dálítið hent út í það. “ Það er ýmislegt sem fólk þarf að læra eftir að það greinist með krabbamein. Margir leita eftir ráðgjöf eða stuðningi hjá Krafti og er Hafdís ein þeirra sem hefur gert það í veikindunum. Meðal annars tók hún þátt í hópnum stelpukraftur. „Þetta er bara þannig að þú mætir ef þú getur mætt. Ef þú getur ekki mætt þá er það bara allt í lagi.“ Fara þær saman á kaffihús, námskeið, í sumarbústað, í upplifun eins og Sky-lagoon og svo langar þeim að fara saman erlendis. Kraftur er því meira fyrir Hafdísi en bara fræðsla, jafningjastuðningur og ráðgjöf. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein birtist á Lífinu á Vísi á morgun. Notar eigin reynslu í starfinu Í þættinum var líka rætt við Huldu Hjálmarsdóttur Hjálmarsdóttir framkvæmdastýru Krafts. „Kraftur er mjög mikilvægt félag en það óskar þess enginn að ganga í Kraft,“ segir Hulda í þættinum. Í þættinum fá hlustendur að kynnast betur þjónustu félagsins og hvað það er eiginlega sem Kraftur gerir til að styðja við unga krabbameinsgreinda og aðstandendur. Sjálf hefur Hulda setið í mörg ár í stjórn félagsins. „Þetta átti nú ekki að vera svona langt stopp en lífið gerist og ég er þakklát fyrir það, mér finnst það ákveðinn heiður að fá að hafa áhrif á það hvernig stuðning við erum að veita ungu krabbameinsveiku fólki og aðstandendum. Ég finn að mín eigin reynsla og innsýn hjálpar þar til.“ 70 ungir einstaklingar á ári Hulda segir að það sé henni mikilvægt að fá að þjóna þessum hagsmunahópi. „Það eru náttúrulega sjötíu ungir einstaklingar sem greinast á hverju ári með krabbamein.“ Hún segir að það sé auðvitað val hvers og eins hvort hann leiti til Krafts. Félagið sinnir bæði krabbameinsgreindum og aðstandendum þessa unga fólks. „En okkur finnst mikilvægt að fólk viti af félaginu, hvað við gerum og fyrir hvað við stöndum.“ Hulda Hjálmarsdóttir hefur fylgt félaginu í mörg ár í stjórninni en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins 15 ára gömul. Vísir/Arnar Halldórsson Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Huldu og svo líka Krafts-félagsmennina Pétur Helgason og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur, í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01
„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00