Forseti IOC hneykslast á hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Eteri Tutberidze tók á endanum utan um Kamilu Valievu en hafði áður skammað hana. AP/David J. Phillip Skautakonan Kamila Valieva er aðeins fimmtán ára gömul og var að keppa á Ólympíuleikunum með allan heiminn á herðum sér. Hún hélt ekki út og klúðraði síðustu æfingu sinni. Viðbrögð þjálfara hennar kölluðu á gagnrýni frá sjálfum forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar. Það eru allir að pæla í skautadrottningunni ungu sem féll á lyfjaprófi í desember en fékk samt að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Það efast enginn um hæfileika hennar en um leið bendir allt til þess að Rússar hafi gefið þessari fimmtán ára stelpu kokteil af hjartalyfjum til að auka getu hennar til æfinga. IOC president Bach disturbed by Valieva's meltdown, hits out at entourage https://t.co/QQKaU15VtJ pic.twitter.com/qiv1nSjJRY— Reuters (@Reuters) February 18, 2022 Svo mikil er athyglin á Kamilu að Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, sá ástæðu til að segja sína skoðun á hvernig komið var fram við þessa ungu íþróttakonu sem á enn fimm ár eftir í tvítugsafmælið sitt. Bach sagði að það hafi verið hrollvekjandi að fylgjast með hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana eftir að hún hafði augljóslega gert of mörg mistök í lokaæfingu sinni. Kamila endaði í fjórða sætinu eftir að hafa verið efst eftir skylduæfingarnar. Frammistaða Kamilu í lokaæfingunni er enn eitt dæmið um að hún átti aldrei að vera inn á ísnum enda að keppa við aðstæður sem áttu aldrei að vera leyfðar. Það var samt ekkert faðmlag eða huggun fyrir hina fimmtán ára gömlu Kamilu sem var augljóslega niðurbrotin. Í stað þess að hughreysta hana þá hreytti Eteri Tutberidze þjálfari í hana: Af hverju hættir þú að berjast? Kamila Valieva's entourage are 'chilling', says IOC president Thomas Bach in scathing attack | @PippaField23 https://t.co/Pr9CFMWdfx— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 18, 2022 „Þegar ég sá það hvernig var komið fram við hana af hennar nánasta samstarfsfólki, sem litu út fyrir að vera ferlega kuldalegar móttökur, þá fékk ég hroll. Að taka svona á móti henni í stað þess að hughreysta hana eða reyna að hjálpa henni,“ sagði Thomas Bach. Bach sagðist enn fremur haga verið mjög brugðið þegar hann fylgdist með keppninni í sjónvarpinu. „Allt þetta gefur mér ekki mikla trú á þessu nánasta liði Kamilu, hvorki með það sem gerðist í fortíðinni eða hvað mun gerast í framtíðinni. Hvernig var komið fram við íþróttamann sem er aðeins fimmtán ára og að eiga við augljóslega mikið andlegt álag,“ sagði Bach. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Það eru allir að pæla í skautadrottningunni ungu sem féll á lyfjaprófi í desember en fékk samt að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Það efast enginn um hæfileika hennar en um leið bendir allt til þess að Rússar hafi gefið þessari fimmtán ára stelpu kokteil af hjartalyfjum til að auka getu hennar til æfinga. IOC president Bach disturbed by Valieva's meltdown, hits out at entourage https://t.co/QQKaU15VtJ pic.twitter.com/qiv1nSjJRY— Reuters (@Reuters) February 18, 2022 Svo mikil er athyglin á Kamilu að Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, sá ástæðu til að segja sína skoðun á hvernig komið var fram við þessa ungu íþróttakonu sem á enn fimm ár eftir í tvítugsafmælið sitt. Bach sagði að það hafi verið hrollvekjandi að fylgjast með hversu kuldalega þjálfarar Kamilu komu fram við hana eftir að hún hafði augljóslega gert of mörg mistök í lokaæfingu sinni. Kamila endaði í fjórða sætinu eftir að hafa verið efst eftir skylduæfingarnar. Frammistaða Kamilu í lokaæfingunni er enn eitt dæmið um að hún átti aldrei að vera inn á ísnum enda að keppa við aðstæður sem áttu aldrei að vera leyfðar. Það var samt ekkert faðmlag eða huggun fyrir hina fimmtán ára gömlu Kamilu sem var augljóslega niðurbrotin. Í stað þess að hughreysta hana þá hreytti Eteri Tutberidze þjálfari í hana: Af hverju hættir þú að berjast? Kamila Valieva's entourage are 'chilling', says IOC president Thomas Bach in scathing attack | @PippaField23 https://t.co/Pr9CFMWdfx— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 18, 2022 „Þegar ég sá það hvernig var komið fram við hana af hennar nánasta samstarfsfólki, sem litu út fyrir að vera ferlega kuldalegar móttökur, þá fékk ég hroll. Að taka svona á móti henni í stað þess að hughreysta hana eða reyna að hjálpa henni,“ sagði Thomas Bach. Bach sagðist enn fremur haga verið mjög brugðið þegar hann fylgdist með keppninni í sjónvarpinu. „Allt þetta gefur mér ekki mikla trú á þessu nánasta liði Kamilu, hvorki með það sem gerðist í fortíðinni eða hvað mun gerast í framtíðinni. Hvernig var komið fram við íþróttamann sem er aðeins fimmtán ára og að eiga við augljóslega mikið andlegt álag,“ sagði Bach.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 „Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Valieva brotnaði saman og komst ekki á verðlaunapall Kamila Valieva komst ekki í verðlaunapall í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 17. febrúar 2022 14:07
Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59
Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30
„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. 16. febrúar 2022 10:00
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31