Annað fárviðri á skömmum tíma skekur Madagaskar Heimsljós 18. febrúar 2022 13:45 Ljósmynd frá Madagaskar UN Women Mikil neyð ríkir í Madagaskar eftir að fellibylurinn Batsirai reið yfir eyjuna í síðustu viku en í fárviðrinu fórust 120 íbúar. Þetta er annar fellibylurinn sem skellur á landinu á innan við tveimur vikum. UN Women vekur athygli á því að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni á eignum, innviðum og ræktarlandi á eyjunni, þar sem um 77 prósent íbúanna lifa þegar undir fátækramörkum. Sameinuðu þjóðirnar segja gríðarlega mikilvægt að koma matvælum, vistum og hreinlætisvörum til íbúa á hamfarasvæðinu, en fellibylurinn eyðilagði um 17 þúsund heimili. Um 120 þúsund íbúar eiga í engin hús að venda. Hitabeltisstormurinn Ana fór yfir suðausturströnd Afríku 24. janúar og olli bæði manntjóni og eignatjóni í Mósambík, Madagaskar og Malaví. Alls létust um 90 manns en mikil flóð fylgdu storminum sem lögðu híbýli, vegi og ræktarland í rúst. Stormurinn hafði gríðarleg áhrif á líf og heilsu um 200 þúsund íbúa, þar af um fimm þúsund barnshafandi kvenna sem þurfa nauðsynlega á áframhaldandi heilbrigðisþjónustu að halda. „Til að bregðast við þörfinni hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna komið á fót heilsugæslum á hjólum sem reyna að sinna þörfum óléttra kvenna sem búsettar eru á hamfarasvæðunum sem hafa einangrast sökum flóða,“ segir í frétt UN Women. Þar segir enn fremur að UN Women og UNFPA hafi dreift sæmdarsettum til kvenna á hamfarasvæðum Mósambík. „Þegar fólk hefur misst allt sitt í kjölfar náttúruhamfara er mikilvægt að geta tryggt konum sértæka neyðaraðstoð og hreinlætisvörur á borð við tíðarvörur, nærfatnað, sápu, tannkrem og tannbursta svo þær geti viðhaldið reisn og persónulegu hreinlæti,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Madagaskar Mósambík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent
Sameinuðu þjóðirnar segja gríðarlega mikilvægt að koma matvælum, vistum og hreinlætisvörum til íbúa á hamfarasvæðinu, en fellibylurinn eyðilagði um 17 þúsund heimili. Um 120 þúsund íbúar eiga í engin hús að venda. Hitabeltisstormurinn Ana fór yfir suðausturströnd Afríku 24. janúar og olli bæði manntjóni og eignatjóni í Mósambík, Madagaskar og Malaví. Alls létust um 90 manns en mikil flóð fylgdu storminum sem lögðu híbýli, vegi og ræktarland í rúst. Stormurinn hafði gríðarleg áhrif á líf og heilsu um 200 þúsund íbúa, þar af um fimm þúsund barnshafandi kvenna sem þurfa nauðsynlega á áframhaldandi heilbrigðisþjónustu að halda. „Til að bregðast við þörfinni hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna komið á fót heilsugæslum á hjólum sem reyna að sinna þörfum óléttra kvenna sem búsettar eru á hamfarasvæðunum sem hafa einangrast sökum flóða,“ segir í frétt UN Women. Þar segir enn fremur að UN Women og UNFPA hafi dreift sæmdarsettum til kvenna á hamfarasvæðum Mósambík. „Þegar fólk hefur misst allt sitt í kjölfar náttúruhamfara er mikilvægt að geta tryggt konum sértæka neyðaraðstoð og hreinlætisvörur á borð við tíðarvörur, nærfatnað, sápu, tannkrem og tannbursta svo þær geti viðhaldið reisn og persónulegu hreinlæti,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Madagaskar Mósambík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent