Lífið

Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur

Elísabet Hanna skrifar
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Steinunn Önnudóttir.
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Steinunn Önnudóttir. Aðsend

Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur.

Gestum sýningarinnar er boðið að ganga inn í skemmtilegan og litríkan efnisheim þar sem sýningargestir þekkja eflaust hversdagslegar sviðsetningar úr sínum eigin íbúðum. Á sýningunni hefur þó grámyglulegum hversdagsleikanum verið skipt út fyrir litríkt leiksvæði þar sem mörk myndlistar og hönnunar hafa mást út og gleðin tekið völd.

Bjartir litir eru í aðalhlutverki á sýningunni.Aðsend

Tengdar fréttir

Bjóða börnum að gerast listamenn

Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin.

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.