Viðskipti innlent

Baader kaupir restina af hlut­fé Skagans 3X

Árni Sæberg skrifar
Skaginn 3X er nú eigu Baader.
Skaginn 3X er nú eigu Baader. Skaginn 3X

Þýska fyrirtækið Baader hefur samið um kaup á 40 prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Skaganum 3X. Árið 2020 keypti Baader 60 prósent hlutafjár í fyrirtækinu.

Í lok árs 2020 keypti Baader meirihluta í Skaganum 3X eftir að þáverandi eigendur leituðu eftir fjárfestum til að styðja við félagið og rekstrarfélög þess. Baader hefur nú keypt eftirstandandi 40 prósent hlut af IÁ-hönnun. Að því er segir í tilkynningu frá Skaganum 3X.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess og fyrirtækið verður nú betur í stakk búið að takast á við skuldbindingar sínar og þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins,“ segir Jeff Davis, stjórnarformaður Skaginn 3X.

Skaginn 3X verður hluti Baader samsteypunnar sem sérhæfir sig í hátæknilausnum í matvælaframleiðslu. Samþætting starfsemi félaganna er þegar hafin og reiknað er með að henni ljúki á næstu mánuðum.

Jeff Davis, sem gengt hefur starfi stjórnarformanns, verður áfram í því hlutverki og Guðjón Ólafsson mun áfram gegna starfi sem tímabundinn forstjóri.


Tengdar fréttir

Baader kaupir Skagann 3X

Baader hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Skaganum 3X. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskiptin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×