Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2022 08:04 Rússland er næststærsta olíuútflutningsríki heima á eftir Sádi-Arabíu og stærsta útflutningsríki í heimi þegar kemur að jarðgasi. EPA Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár. Hækkunin er rakin til spennunnar á landamærum Úkraínu og Rússlands þar sem óttast er að deilan muni valda truflunum á olíuflutningakerfum heimsins. Mikil spenna er á landamærum Rússlands og Úkraínu, sérstaklega eftir að Rússlandsstjórn ákvað í gær að viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna Luhansk og Donetsk í Úkraínu og sendi í kjölfarið herlið yfir landamærin, að sögn til að sinna hlutverki friðargæslu. Bandaríkin, aðildarríki Evrópusambandsins, Bretland, og fleiri ríki hafa hótað að beita Rússa hörðum viðskiptaþvingunum vegna ákvörðunar stjórnar landsins. Rússland er næststærsta olíuútflutningsríki heima á eftir Sádi-Arabíu og stærsta útflutningsríki í heimi þegar kemur að jarðgasi. Maike Currie, yfirmaður fjárfestinga hjá Fidelity International, segir í samtali við BBC að heimsmarkaðsverð á hráolíu og jarðgasi kunni að hækka enn frekar á næstunni. Vegi Úkraínudeilan þar þungt, auk hins kalda veturs í Bandaríkjunum og skorts á fjárfestingum í olíu- og gasleiðslum víða um heim. Bensín og olía Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hækkunin er rakin til spennunnar á landamærum Úkraínu og Rússlands þar sem óttast er að deilan muni valda truflunum á olíuflutningakerfum heimsins. Mikil spenna er á landamærum Rússlands og Úkraínu, sérstaklega eftir að Rússlandsstjórn ákvað í gær að viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna Luhansk og Donetsk í Úkraínu og sendi í kjölfarið herlið yfir landamærin, að sögn til að sinna hlutverki friðargæslu. Bandaríkin, aðildarríki Evrópusambandsins, Bretland, og fleiri ríki hafa hótað að beita Rússa hörðum viðskiptaþvingunum vegna ákvörðunar stjórnar landsins. Rússland er næststærsta olíuútflutningsríki heima á eftir Sádi-Arabíu og stærsta útflutningsríki í heimi þegar kemur að jarðgasi. Maike Currie, yfirmaður fjárfestinga hjá Fidelity International, segir í samtali við BBC að heimsmarkaðsverð á hráolíu og jarðgasi kunni að hækka enn frekar á næstunni. Vegi Úkraínudeilan þar þungt, auk hins kalda veturs í Bandaríkjunum og skorts á fjárfestingum í olíu- og gasleiðslum víða um heim.
Bensín og olía Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira