Lífið

Sá elsti á Íslandi fagnar 104 ára afmæli á Skaganum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í tilkynningu frá Dvalarheimilinu Höfða kemur fram að Snæbjörn fagnar deginum með afmælisköku og kaffi. Reiknað sé með einhverjum gestagangi.
Í tilkynningu frá Dvalarheimilinu Höfða kemur fram að Snæbjörn fagnar deginum með afmælisköku og kaffi. Reiknað sé með einhverjum gestagangi.

Snæbjörn Gíslason fagnar 104 ára afmæli sínu í dag en hann fagnar deginum með afmælisköku og kaffi á Dvalarheimilinu Höfða þar sem hann er búsettur. Snæbjörn er elstur núlifandi íslenskra karla. 

Skagafréttir greina frá tímamótunum.

Snæbjörn er fæddur á Litla-Lambhaga í Skilmannahreppi 22. febrúar 1918, sonur Gísla Gíslasonar bónda og kennara og Þóru Sigurðardóttur. Snæbjörn var einn átta systkina sem sum hafa náð háum aldri. Kristín systir hans varð hundrað ára, Elísa 96 ára og Þórður 97 ára.

Snæbjörn starfaði við byggingavinnu en var lengstan sinn starfsaldur í fiskvinnslu hjá HB&Co. Síðastliðin átta ár hefur Snæbjörn búið á Hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi.

Aðeins sex karlar á Íslandi eru yfir hundrað ára að því er fram kemur á vefsíðunni Langlífi.

Snæbjörn Gíslason á Akranesi, Karl Sigurðsson á Ísafirði og Sigfús B. Sigurðsson í Reykjavík eru 103 ára, Karl Jónasson í Reykjavík er 102 ára, Jón Ólafur Ormsson í Reykjavík 101 árs og Þórarinn Gíslason í Reykjavík 100 ára.

Samantekt vefsíðunnar Langlífi.

Í ársbyrjun voru 15 karlar 99 ára, fæddir 1922, og hafa aldrei verið fleiri á þeim aldri. Konurnar voru 22 og er hlutfall karla af heildinni mjög hátt eða 40% en yfirleitt hefur það verið 20-25%. Má því búast við að körlum hundrað ára eða eldri eigi eftir að fjölga umtalsvert þegar líða fer á árið.

Flestir hafa karlmenn verið fimmtán á sama tíma hér á landi, hundrað ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.