Í nýjasta þættinum bakar hún heimagerða pítsu. Kristín Björk heldur úti skemmtilegri Instagram síðu en þættirnir hennar munu birtast vikulega hér á Vísi. Hægt er að horfa á fyrstu þættina HÉR.
Uppskriftina má finna neðar í fréttinni en aðferðina má sjá í þættinum sem einnig má finna á Stöð 2+ efnisveitunni.
Botninn:
- 1/2 kg 00 hveiti
- 3,25 dl volgt vatn
- 1 poki ger
- 1/2 mtsk hunang
- klípa af salti
Áleggið:
- Sultaður rauðlaukur
- Bökuð parmaskinka
- Gráðostur
- Mozarella ostur
- Parmesan ostur
- Truffluolía
Sósan:
- 1 hluti sýróp
- 1 hluti hunang
- 1 hluti ólífuolía
Aðferð
- Blandið saman volgu vatni, geri og hunangi og leysið upp í vatninu. Setjið blönduna út í hveitið og hnoðið. Látið deigið hefast í amk klukkustund áður en það er svo flatt út.
- Ef ég elda pizzuna í ofni að þá forbaka ég botninn aðeins á undan áður en ég set áleggið ofaná.
- Parmaskinkuna baka ég á bökunarpappír í ofni áður en ég set hana á pizzuna.
- Ef þið eruð í stuði til þess að sulta rauðlaukinn sjálf þá blanda ég saman í potti smjöri, balsamik ediki og sýrópi og svo lauknum. Laukurinn er látinn malla þar til hann verður karamellu kenndur. En að sjálfsögðu er líka hægt að kaupa tilbúinn sultaðan rauðlauk.
- Botninn set ég á pizzanet eftir að ég hef forbakað hann.
- Set sósuna á botninn.
- Því næst set ég blöndu af Parmesan osti og Mozarella.
- Set áleggið yfir, parmaskinkuna, rauðlaukinn og örlítið af gráðosti.
- Sáltra svo truffluolíu yfir pizzuna.
- Ég elda pizzuna á undir og yfir hita á um það bil 200 gráðum þar til hún er nánast tilbúin.
- Ég hækka svo hitann í 230 gráður og set þá bara á undirhita til þess að fá botinn svolítið stökkann. En besta er að elda pizzuna í pizza ofni ef hann er til staðar.
Kristín á sér aðra uppáhalds pítsu sem er humarpítsa. Þið getið fundið uppskriftina á Instagram síðunni kristinbjork76