Valorant Masters snýr aftur til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2022 17:01 Valorant Masters var haldið í Laugardalshöll í maí á seinasta ári. Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Annað árið í röð verður Valorant Champions Tour Masters haldið á Íslandi, en mótið verður haldið í Reykjavík í lok apríl. Leikurinn er framleiddur af Riot Games, en þeir framleiða einnig League of Legends sem hefur um árbil verið vinsælasti rafíþróttaleikur heims þegar horft er á áhorfstölur. Frá þessu var fyrst greint fyrir helgi á opinberum miðlum kínverska liðsins Weibo, en nú hefur það verið staðfest að mótið verður haldið í Reykjavík. Mótið fer fram dagana 10.-24. apríl. Þrátt fyrir að Valorant sé tiltölulega nýr leikur í rafíþróttasenunni hefur hann verið að ryðja sér duglega til rúms á seinustu árum. Á seinasta ári fór annað mót tímabilsins fram hér á landi, en í ár hefja þeir leik hér í Reykjavík. Eins og í fyrra verða þó engir áhorfendur leyfðir á viðburðinum, en aðdáendur Valorant á Íslandi ættu samt sem áður að geta farið að láta sér hlakka til. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í leiknum, en Valorant Champions Tour Masters getur komið liðum skrefi nær því að tryggja sér sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. 🏟 #VCT Masters Stage 1🌐 Reykjavik, Iceland🗓 Apr 10For 2022 VALORANT Masters Stage 1 returns to Iceland with an updated points structure, while Stage 2 will feature 16 teams 😎Complete breakdown 💢 https://t.co/JDLVFsOL9Z pic.twitter.com/RWj3nOnl9H— Esports (@esports) February 19, 2022 „Í dag getum við með ánægju greint frá því að fyrsti alþjóðlegi viðburður ársins 2022, Valorant Champions Tour, snýr aftur til Reykjavíkur dagana 10.-24. apríl,“ stóð í kynningu Weibo á mótinu. „Sem gestgjafaþjóð hefur Ísland nýlega haldið mót fyrir okkur með mikilli snilld, og eins og staðan í heiminum er í dag er það besta leiðin til að tryggja öruggan viðburð.“ „Að koma áhorfendum aftur á staðinn á Valorant viðburðum árið 2022 er í algjörum forgangi. Hins vegar er Ísland besti staðurinn til að halda „offline“ viðburð sem heldur áhorfendum við efnið.“ „Sterkt samband okkar við Ísland gerir okkur kleift að geta ábyrgst það að öll lið geti tekið þátt. Þá er Ísland einnig staðsett á þannig tímabelti að það gerir okkur auðvelt fyrir að skipuleggja leiki á þeim tímum þannig að sem flestir aðdáendur geti fylgst með í sem flestum heimsálfum.“ Rafíþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Leikurinn er framleiddur af Riot Games, en þeir framleiða einnig League of Legends sem hefur um árbil verið vinsælasti rafíþróttaleikur heims þegar horft er á áhorfstölur. Frá þessu var fyrst greint fyrir helgi á opinberum miðlum kínverska liðsins Weibo, en nú hefur það verið staðfest að mótið verður haldið í Reykjavík. Mótið fer fram dagana 10.-24. apríl. Þrátt fyrir að Valorant sé tiltölulega nýr leikur í rafíþróttasenunni hefur hann verið að ryðja sér duglega til rúms á seinustu árum. Á seinasta ári fór annað mót tímabilsins fram hér á landi, en í ár hefja þeir leik hér í Reykjavík. Eins og í fyrra verða þó engir áhorfendur leyfðir á viðburðinum, en aðdáendur Valorant á Íslandi ættu samt sem áður að geta farið að láta sér hlakka til. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í leiknum, en Valorant Champions Tour Masters getur komið liðum skrefi nær því að tryggja sér sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. 🏟 #VCT Masters Stage 1🌐 Reykjavik, Iceland🗓 Apr 10For 2022 VALORANT Masters Stage 1 returns to Iceland with an updated points structure, while Stage 2 will feature 16 teams 😎Complete breakdown 💢 https://t.co/JDLVFsOL9Z pic.twitter.com/RWj3nOnl9H— Esports (@esports) February 19, 2022 „Í dag getum við með ánægju greint frá því að fyrsti alþjóðlegi viðburður ársins 2022, Valorant Champions Tour, snýr aftur til Reykjavíkur dagana 10.-24. apríl,“ stóð í kynningu Weibo á mótinu. „Sem gestgjafaþjóð hefur Ísland nýlega haldið mót fyrir okkur með mikilli snilld, og eins og staðan í heiminum er í dag er það besta leiðin til að tryggja öruggan viðburð.“ „Að koma áhorfendum aftur á staðinn á Valorant viðburðum árið 2022 er í algjörum forgangi. Hins vegar er Ísland besti staðurinn til að halda „offline“ viðburð sem heldur áhorfendum við efnið.“ „Sterkt samband okkar við Ísland gerir okkur kleift að geta ábyrgst það að öll lið geti tekið þátt. Þá er Ísland einnig staðsett á þannig tímabelti að það gerir okkur auðvelt fyrir að skipuleggja leiki á þeim tímum þannig að sem flestir aðdáendur geti fylgst með í sem flestum heimsálfum.“
Rafíþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn