Arnar Gauti sér ekki eftir atriðinu fræga með Ásgeiri Kolbeins Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2022 10:01 Arnar Gauti fékk heldur betur að kenna á því í fjölmiðlaumfjöllun rétt fyrir hrun eftir frægt atriði í þættinum Innlit útlit. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum var Arnar spurður út í frægt atriði úr þáttunum Innlit útlit á Skjá Einum þegar hann leit við hjá Ásgeiri Kolbeinssyni og fékk að sjá íbúð sem hann hafði fjárfest í fyrir breytingar. Báðir voru þeir sammála um að íbúðin væri ekki beint falleg og létu þá skoðun vel í ljós í innslaginu. Eftir þetta voru þeir gagnrýndir umtalsvert. „Þetta var alveg galið atriði en ég sé ekki eftir þessu,“ segir Arnar og heldur áfram. „Þú tekur ekki venjulegt viðtalið við Ásgeir Kolbeinsson. Þarna erum við með myndatökumann, hljóðmann og meira segja ritstjóra sem þá var Þórunn Högna á bakvið. Hún lá í gólfinu að grenja úr hlátri. Það sem fáir vissu að þessi íbúð var svolítið mikill viðbjóður og hún var búin að vera í útleigu í tuttugu ár. Sko ég á Ásgeir þekkjumst vel og við bara tölum svona saman. Hann myndi t.d. alltaf segja við mig núna, rosalega ert þú í ljótri peysu. Þetta byrjar bara svona í þessum húmor en ég bjóst aldrei við þessum viðbrögðum og daginn eftir frumsýningu fór þjóðin á hliðina. Ef ég á að telja þetta helsta þá teiknaði Magnús mig í Morgunblaðið, ég fór þrisvar í Spaugstofuna og einu sinni í Áramótaskaupið. Fyrir mér var það geggjað atriði,“ segir Arnar sem heyrði samt af því að fólk hafi haft samband við Skjá Einn og krafist þess að hann yrði rekinn. Umræða um atriðið hefst þegar um 24 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup, fæðingu dóttur þeirra sem gekk erfilega og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Í þættinum var Arnar spurður út í frægt atriði úr þáttunum Innlit útlit á Skjá Einum þegar hann leit við hjá Ásgeiri Kolbeinssyni og fékk að sjá íbúð sem hann hafði fjárfest í fyrir breytingar. Báðir voru þeir sammála um að íbúðin væri ekki beint falleg og létu þá skoðun vel í ljós í innslaginu. Eftir þetta voru þeir gagnrýndir umtalsvert. „Þetta var alveg galið atriði en ég sé ekki eftir þessu,“ segir Arnar og heldur áfram. „Þú tekur ekki venjulegt viðtalið við Ásgeir Kolbeinsson. Þarna erum við með myndatökumann, hljóðmann og meira segja ritstjóra sem þá var Þórunn Högna á bakvið. Hún lá í gólfinu að grenja úr hlátri. Það sem fáir vissu að þessi íbúð var svolítið mikill viðbjóður og hún var búin að vera í útleigu í tuttugu ár. Sko ég á Ásgeir þekkjumst vel og við bara tölum svona saman. Hann myndi t.d. alltaf segja við mig núna, rosalega ert þú í ljótri peysu. Þetta byrjar bara svona í þessum húmor en ég bjóst aldrei við þessum viðbrögðum og daginn eftir frumsýningu fór þjóðin á hliðina. Ef ég á að telja þetta helsta þá teiknaði Magnús mig í Morgunblaðið, ég fór þrisvar í Spaugstofuna og einu sinni í Áramótaskaupið. Fyrir mér var það geggjað atriði,“ segir Arnar sem heyrði samt af því að fólk hafi haft samband við Skjá Einn og krafist þess að hann yrði rekinn. Umræða um atriðið hefst þegar um 24 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup, fæðingu dóttur þeirra sem gekk erfilega og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira