„Lagið var nánast tilbúið á klukkutíma“ Steinar Fjeldsted skrifar 25. febrúar 2022 15:00 Ekki fokkí mér er fyrsta smáskífan af solo plötu sem Ísidór sendir frá sér í vor. Lagið er hrátt og textinn einföld tjáning óþæginlegu ástandi. Ísidór er aðal taktsmiður og upptökustjóri Vill sem sendi frá sér plötuna Milljón Ár seinasta sumar, sem innihélt m.a. lögin Hata mig og 1000 Nætur feat. Agnes Lagið varð til af tilviljun. „Ég mætti í stúdíó-ið hugmyndalaus og fór að leika mér að því að gera hljóð og áferðir. Tók upp röddina mína og forritaði hljóðfæri úr henni til að geta notað seinna. Hafði gefist upp á að reyna að semja þann dag. Þegar ég fór að prófa hljóðfærið þá kom þessi hljómagangur til mín og eitt leiddi að öðru. Lagið var nánast tilbúið á klukkutíma.“ Þetta lag, ásamt allri plötunni, varð til í einrúmi yfir sólríkt sumar í myrkum kjallara árið 2019. Platan er tilraun til að skilja þáverandi ástand og tilfinningar. Ekki fokkí mér er yfirlýsing þess að hafa fengið nóg, nóg af innra ástandi og hvernig maður var búinn að leysa úr því. Hljóðheimurinn er brenglaður, grunnurinn er búinn til úr röddum sem eru mótaðar í einhverskonar orgel. Yfir þeim svífa beittir synthar og undir hamast hráar trommur. Grófur syntha bassi límir þetta svo saman. Textinn, sem varð til að mestu á þessum klukkutíma er skrifaður í flæði og er einfaldur og hrár samkvæmt því. „Stælarnir sem er talað um í textanum byrjuðu sem vísun í ákveðna manneskju en urðu síðan meira merking fyrir flækjustig lífsins á þessum tíma.“ Ásamt laginu kemur tónlistarmyndband gert af Tómasi Sturlusyni og Muna Jakobssyni. Myndabandið nýtir hráleikan og myrkrið í laginu til mála mynd af því innra ástandi sem lagið tekst á við. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning
Lagið varð til af tilviljun. „Ég mætti í stúdíó-ið hugmyndalaus og fór að leika mér að því að gera hljóð og áferðir. Tók upp röddina mína og forritaði hljóðfæri úr henni til að geta notað seinna. Hafði gefist upp á að reyna að semja þann dag. Þegar ég fór að prófa hljóðfærið þá kom þessi hljómagangur til mín og eitt leiddi að öðru. Lagið var nánast tilbúið á klukkutíma.“ Þetta lag, ásamt allri plötunni, varð til í einrúmi yfir sólríkt sumar í myrkum kjallara árið 2019. Platan er tilraun til að skilja þáverandi ástand og tilfinningar. Ekki fokkí mér er yfirlýsing þess að hafa fengið nóg, nóg af innra ástandi og hvernig maður var búinn að leysa úr því. Hljóðheimurinn er brenglaður, grunnurinn er búinn til úr röddum sem eru mótaðar í einhverskonar orgel. Yfir þeim svífa beittir synthar og undir hamast hráar trommur. Grófur syntha bassi límir þetta svo saman. Textinn, sem varð til að mestu á þessum klukkutíma er skrifaður í flæði og er einfaldur og hrár samkvæmt því. „Stælarnir sem er talað um í textanum byrjuðu sem vísun í ákveðna manneskju en urðu síðan meira merking fyrir flækjustig lífsins á þessum tíma.“ Ásamt laginu kemur tónlistarmyndband gert af Tómasi Sturlusyni og Muna Jakobssyni. Myndabandið nýtir hráleikan og myrkrið í laginu til mála mynd af því innra ástandi sem lagið tekst á við. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning