„Þetta var frábær leikur og ég er mjög ánægður með liðið. Við vorum ósáttir með bikarleikinn fyrir norðan og vorum við staðráðnir í að gera betur heldur en í síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson sem var ánægður með orkuna í liðinu.
Vörn Hauka var góð sem endaði með að Grótta skoraði sitt fyrsta mark þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af leiknum.
„Vörnin var góð og Stefán Huldar varði vel í markinu. Orkan var góð í liðnu og menn voru vel tengdir.“
Aron var ánægður með hvernig Haukar gáfu í þegar Grótta minnkaði forskotið niður í fimm mörk í byrjun síðari hálfleiks.
„Við slökuðum aldrei á þrátt fyrir að Grótta skoraði tvö mörk í röð. Við spiluðum af fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.