Lífið

Stjörnulífið: „Filters- og fölskvalaus gleði“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem farið er yfir það helsta af samfélagsmiðlum síðustu daga.
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem farið er yfir það helsta af samfélagsmiðlum síðustu daga. Samsett/Instagram

Birnir hélt tónleika á Paddy's Beach Pub í Keflavík og Bassi Maraj kom einnig fram.

Reykjavíkurdætur birtu ótrúlega flottar myndir af meðlimum hljómsveitarinnar um helgina. Á laugardaginn keppa þær á seinni undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins. Myndbandið þeirra var frumsýnt á Vísi í hádeginu. 

Björg Magnúsdóttir birti flotta mynd frá Söngvakeppninni á laugardag.

Barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir og Björk Jakobsdóttir leikstjóri frumsýndu um helgina sýninguna Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu. Aðalhlutverkið leikur Siggi Sigurjóns en öll þrjú hafa þau á einhverjum tímapunkti verið bæjarlistamenn Hafnarfjarðar. 

Sunneva Einars fór á Apótekið með góðum vinum um helgina. 

Hárgreiðslusnillingurinn Theodóra Mjöll fór út á lífið og birti af sér flotta mynd. 

Birgitta Líf er komin með nýtt áhugamál.

Arnar Péturs náði sér í Íslandsmeistaratitil um helgina.

Stefán Óli var orðlaus og þakklátur eftir að komast áfram í Söngvakeppni sjónvarpssins.

Haffi Haff tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. Hann komst ekki áfram en segir að með þessu hafi stór draumur ræst.

Elísabet Ormslev opnaði sig í einlægu helgarviðtali í Fréttablaðinu. Með viðtalinu birtist þessi dásamlega mynd af henni í móðurhlutverkinu.

Inga Lind nýtur lífsins á Tenerife. „Filters- og fölskvalaus gleði, örlítið sunnar við Atlantshafið“

Brynja Dan fór á skíði á Akureyri.

Þórdís Elva hélt upp á afmæli kraftaverkabarnanna sinna. 

Bríet er í Bandaríkjunum að heimsækja Ruben Pollock kærastann sinn, sem er á tónleikaferðalagi með KALEO.

Jón Jónsson var með sína bestu stuðningsmenn á Söngvakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×