Stöð 2 Sport
Klukkan 20.00 eru Lengjubikarmörk kvenna á dagskrá. Farið verður yfir öll mörk í 2. umferð A-deildar Lengjubikarsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.15 tekur Peterborough United á móti Manchester City í FA-bikarnum. Heimamenn sitja í neðsta sæti ensku B-deildarinnar á meðan Man City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.45 hefst útsending frá leik Middlesbrough og Tottenham Hotspur. Heimamenn slógu út Manchester United í síðustu umferð og stefna á að slá út annað stórlið í dag.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik París Saint-Germain og Sevilla í UEFA Youth League eða Meistaradeild Evrópu fyrir táninga. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Manchester United og Borussia Dortmund í sömu keppni.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 20.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá. Þar er keppt í CS:GO.