„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2022 12:30 Áslaug María lýsir átakanlegu heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn í þættinum Heimilisofbeldi. Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira