Vill að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 19:29 Björn Steinbekk segir mikilvægt að unnið sé með áhrifavöldum. Vísir Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01
Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07
Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30