Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 17:21 Guðlaugur Vísir/Vilhelm „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. „Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira