Ljósleiðaradeildin: Vallea klárar söguna og Tommi Nostradamus Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2022 18:17 Ljósleiðaradeildin í CS:GO er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport alla þriðjudaga og föstudaga. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hélt sínu striki síðastliðinn þriðjudag með tveimur viðureignum. Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1
Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1