Handbolti

Kielce enn á toppnum þrátt fyrir tap

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce í kvöld.
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce í kvöld. EPA-EFE/GEIR OLSEN

Íslendingalið Vive Kielce mátti þola tveggja marka tap er liðið heimsótti Telekom Veszprem í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 35-33, en Kielce heldur toppsæti riðilsins þrátt fyrir tapið.

Mikið jafnræði var með liðunum lengst af, en í fyrri hálfleik náðu gestirnir í Kielce mest þriggja marka forystu. Það voru þó heimamenn í Veszprem sem fóru með forskot inn í hlé, staðan 18-16.

Þegar líða fór á síðari hálfleikinn náðu heimamenn forystunni og komust mest fimm mörkum yfir. Þeir misstu það aldrei frá sér og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 35-33.

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce í kvöld. Liðið situr enn á toppi riðilsins með 18 stig eftir 13 leiki, þremur stigum meira en Veszprem sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×