Klinkið

Gunnar og Þórarinn nýir eigendur Hótel Flateyjar

Ritstjórn Innherja skrifar
Fjárfestarnir og viðskiptafélagarnir Gunnar Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson hafa verið umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi undanfarin misseri. 
Fjárfestarnir og viðskiptafélagarnir Gunnar Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson hafa verið umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi undanfarin misseri. 

Félag í eigu viðskiptafélaganna Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, hefur fest kaup á hótel Flatey á Breiðafirði. Þetta herma heimildir Innherja.

Vísir greindi fyrst frá því í gær að Minjavernd hefði gengið frá kaupsamningi á hótelinu í lok janúar á þessu ári. Margir Íslendingar þekkja sögufrægt hótelið og hafa lagt leið sína þangað í mitt gamla þorpið í Flatey. 

Hótelið sjálft heitir Stóra pakkhús og er byggt árið 1908 en auk þess er um að ræða Samkomuhúsið, byggt árið 1900 og Eyjólfspakkhús frá 1908. Árið 2019 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. Alls er um að ræða 678,3 fermetra í hjarta Breiðafjarðar.

Minjavernd hefur undanfarin ár staðið að umfangsmikilli endurbyggingu húsanna. Flateyjarhreppur hafði forkaupsrétt af eigninni en sveitarstjórnin tók þá ákvörðun að nýta sér hann ekki og var rekstur og húsakostur Hótel Flateyjar auglýstur til sölu í desember síðastliðnum.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði

Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu.






×