Lífið

„Ekkert betra en að hlakka alltaf til að koma heim“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill og Thelma eiga von á sínu fyrsta barni í maí.
Egill og Thelma eiga von á sínu fyrsta barni í maí. vísir/vilhelm

Egill Ploder sló í gegn sem menntskælingur í Versló og vakti strax þá athygli um allt Ísland þegar hann gaf út lagið Sumartíminn ásamt félögum sínum.

Egill Ploder er gestur vikunnar í Einkalífinu. Egill á von á sínu fyrsta barni með kærustunni sinni Thelmu Gunnarsdóttur og segist hann rétt vera átta sig á því að hann sé að verða faðir.

„Þegar þú segir það, þá er ég að verða pabbi. Ég var bara aldrei búinn að segja það upphátt við sjálfan mig og mér finnst það geðveikt,“ segir Egill og heldur áfram.

„Ég er ótrúlega spenntur og við vorum búin að vera reyna í um það bil ár. Þetta var plan að einhverju leyti og það er núna settur dagur í maí. Ég gæti ekki verið meira spenntari og mér finnst ég hafa verið tilbúinn í þetta hlutverk í smá tíma. Ég er samt hellings stressaður. Ég er alveg týpan með foreldrahandbókina og fyrstu mánuðina á borðinu og er að lesa allar bækur. Auðvitað er ég stressaðir, þetta er svo mikið nýtt og mikil breyting. Alltaf allir að segja við mig, mundu hvað það er gott að sofa.“

Thelma og Egill hafa verið saman í að verða áratug.

„Sambandið er æðislegt og við erum rosalegir kontrastar sem hentar okkur. Ég er eins og ég er, athyglissjúkur og hávær. Thelma er jarðbundin og ótrúlega klár, miklu klárari en ég og nær að draga mig niður þegar ég er kominn of hátt. Sambandið okkar er á svo rosalega góðum talnótum og við getum rætt allt. Við erum bestu vinir og það er ekkert betra en að hlakka alltaf til að koma heim. Mitt heima, minn klettur er Thelma.“

Í þættinum hér að ofan ræðir Egill einnig um Verslóárin, Áttutímann, um þá staðreynda að hann er að verða faðir í fyrsta sinn, lífið í útvarpinu, samband sitt við Thelmu kærustu sína, tímann erfiða þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.