„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Guðmunda segir sögu sína í þáttunum Heimilisofbeldi á Stöð 2. Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30