Handbolti

Valsmenn framlengja samninga sína við Magnús Óla og Sakai

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Óli Magnússon er sáttur á Hlíðarenda og verður þar áfram næstu árin.
Magnús Óli Magnússon er sáttur á Hlíðarenda og verður þar áfram næstu árin. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn geta varið bikarmeistaratitil sinn í vikunni en þeir eru þegar farnir að huga að framtíðinni í handboltanum á Hlíðarenda.

Valsmenn geta varið bikarmeistaratitil sinn í vikunni en þeir eru þegar farnir að huga að framtíðinni í handboltanum á Hlíðarenda.

Valsmenn hafa þannig gengið frá nýjum samningum við tvo sterka leikmenn. Þetta eru íslenski landsliðsmaðurinn Magnús Óli Magnússon og japanski markvörðurinn Motoki Sakai.

Magnús Óli hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val sem gildir út tímabilið 2024. Magnús Óli hefur verið lykilmaður í Valsliðinu síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2017 og verið viðloðandi landsliðið eftir að hafa spilað vel í Valstreyjunni.

Magnús hefur orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari með Valsliðinu undanfarin ár.

Motoki Sakai hefur einnig framlengt samning sinn við félagið en samningur hans nær nú yfir næsta tímabil 2022-2023. Motoki hefur komið vel inn í hópinn hjá liðinu og myndað sterkt markvarðapar með Björgvini Páli í vetur. Sakai varð bikarmeistari með Val í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×