Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:05 Guðrún fékk meðal annars barnabílstól, barnavagn og leikgrind. Skjáskot Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira