18. umferð CS:GO lokið: Enn líf í toppbaráttuni Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. mars 2022 17:01 18. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Þórs á XY. Þór á því enn möguleika á að vinna deildina, en Dusty er komið með níu fingur á bikarinn. Leikir vikunnar Dusty – Fylkir Umferðin hófst á leik Dusty og Fylkis í Inferno. Dusty hafði yfirhöndina í leiknum allt frá upphafi og stjórnaði stórum svæðum á kortinu. Dusty hélt vel á spöðunum til að brjóta á bak aftur efnahag og liðsanda Fylkis sem bæði voru í algjöru lágmarki. Án Jolla var engin ætlun á bak við aðgerðir Fylkis og fór agað lið Dusty inn í síðari hálfleikinn með gott forskot, staðan 12–3. Sóknarleikur Dusty var engu síðri en vörnin. Dustymenn voru óhræddir við að taka áhættu, sópuðu leikmönnum Fylkis upp með árásargjörnum aðgerðum og studdu vel hver við annan. Eddezennn kláraði leikinn svo með fjórfaldri fellu í nítjándu lotu og úrslitin 16–3 fyrir Dusty. Cryths átti einnig stórfína spretti í þessum síðasta leik hans með Dusty. Hann gekk til liðs við hópinn fyrr á tímabilinu en í vikunni var tilkynnt að það sem eftir er af Ljósleiðaradeildinni muni þjálfarinn CLVR koma inn í hans stað. Eftir sigurinn á Fylki er Dusty einungis einum sigri frá því að tryggja sér fyrsta sætið í deildinni, svo þrátt fyrir nokkar leikmannabreytingar virðist ekkert geta dregið úr þeim kraftinn. Kórdrengir – Vallea Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tóku Kórdrengir á móti Vallea í Mirage í æsispennandi leik. Vallea höfðu unnið 9 af síðustu 10 leikjum og á mikilli siglingu eftir að Minidegreez gekk til liðs við þá. Kórdrengir voru þó öllu sprækari og ekki lengi að koma sér í 5–0. Vallea komst þá upp á lagið með að fella Blazter snemma í lotum og gerði það þeim kleift að jafna og komast yfir. Staðan í hálfleik var 8–7 fyrir Vallea, en það átti eftir að breytast skjótt. Kórdrengir voru enga stund að jafna í síðari hálfleika, tryggja sér völdin á kortinu og staðsetja sig vel til að verjast sóknum Vallea. Mættu þeir leikmönnum Vallea framarlega og af hörku, sóttu sér upplýsingar með snjöllum fléttum og tryggðu sér góðan sigur, 16–10. Úrslitin komu nokkuð á óvart því Vallea er í toppbaráttunni en Kórdrengir hafa verið í neðsta sæti allt tímabilið. Mirage kortið hentar þeim þó vel, og það er spurning hvort hér sé að merkja einhvers konar tilraun Kórdrengja til að halda sér í efstu deild eftir erfitt tímabil. Ármann – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Ármann og Saga í Dust 2. Eftir nokkrar leikmannabreytingar hefur Ármann snúið aftur í kjarna liðsins sem loks hefur náð að slípa sig saman. Saga hafði farið létt með fyrri tvo leiki liðanna og unnið þá stórt, en nú var komið að Ármanni að pakka þeim saman. Leikmenn Ármanns léku af miklu sjálfstrausti enda full innistæða fyrir því. Vargur nældi sér í ás og felldi alla leikmenn Sögu í sjöttu lotu þegar bæði lið voru fullvopnuð, og henti sögu enn og aftur í spar. Leikmenn Sögu gátu ekki stutt nægilega vel hver við annan framan af og nokkuð vantaði upp á hraðann og skipulagið hjá liðinu. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Ármanni. Saga fann loks glufur í leik Ármann í síðari hálfleik þar sem ADHD fór á kostum við að fella leikmenn Ármanns þegar þeir reyndu hratt að koma sér í stöður. Um tíma var botninn dottinn úr leik Ármanns og engin stemning yfir liðinu. Þeir skutu sig þó í gang aftur og kláraði Ofvirkur leikinn með glæsilegum ás. Lokastaðan 16–11 og varnarleikur Ármanns var það sem skilaði þeim þessum sigri. Þór - XY Í lokaleik umferðarinnar mættust Þór og XY í Nuke, en það kort hafði ekki sést furðu lengi. Það var allt í húfi hjá Þórsurum sem voru í leiðinlegri stöðu fyrir leikinn í gærkvöldi. Eftir töp gegn Ármanni og Vallea höfðu sigurlíkur liðsins versnað til muna og þurftu Þórsarar nú að vinna alla sína leiki og treysta á að Dusty tapaði öllum sínum. Tap í leiknum myndi því þýða að Þór gæti í besta falli endað í öðru sæti deildarinnar. XY náði þriggja lotu forskoti í upphafi en það lifnaði mikið yfir leikmönnum Þórs eftir að Allee náði ás í fimmtu lotu og krækti sér í vappa. Fullvopnaðir Þórsarar fóru hægt og skipulega um kortið til að ná yfirhöndinni í leiknum og munaði þar um fjölmargar margfaldar fellur leikmanna liðsins. Staðan á hálfleik var 9–6 fyrir Þór svo ekki var öll von úti fyrir XY. Eftir tap í fyrstu tveimur lotum síðari hálfleiks komst XY á gott ról og náði að koma sér yfir Þór um stund. Börðust bæði lið hart Börðust bæði lið hart en ljóst var að Þór ætlaði alls ekki að færa Dusty sigurinn í deildinni á silfurfati alveg strax. Unnu þeir síðustu fjórar loturnar í leiknum eftir að hafa lent undir og náðu að knýja fram sigur í leiknum. Leikurinn fór því 16–13 fyrir Þórsurum, en sigurlíkur þeirra í deildinni hanga þó á bláþræði. Staðan Að 18. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar tekið örlitlum breytingu. Dusty er enn sem áður á toppnum, nú 6 stigum á undan Þór sem hefur tekið annað sætið til baka frá Vallea. eins og áður segir eru Dusty nú einungis einum sigri frá því að vinna deildina og ríður því mikið á úrslitum næstu umferðar. Að öðru leyti er staðan óbreytt. Vallea er aftur komið í þriðja sætið, Ármann, XY og Saga koma þar á eftir og Fylkir og Kórdrengir reka lestina, nú jöfn að stigum með fjóra sigra hvort. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 19. umferðin fram dagana 15. og 18. mars. Dagskrá 19. umferðar er svona: Þór – Saga, 15. mars. kl. 20:30. XY – Dusty, 15. mars. kl. 21:30. Fylkir – Vallea, 18. mars. kl. 20:30. Ármann – Kórdrengir, 18. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Skráning hafin í Opna mótið Á næstu vikum fara þrjú mót fram í CS:GO á Íslandi og sjá má dagsetningarnar hér: Skráning er hafið fyrir Opna mótið og fer hún fram á Challenger Mode svæði Rafíþróttasamtakanna. 64 lið taka þátt og efstu 4 liðin komast á Áskorendamótið. Liðin sem standa sig best þar vinna sér inn þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þar sem bestu lið landsins etja kappi. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Dusty – Fylkir Umferðin hófst á leik Dusty og Fylkis í Inferno. Dusty hafði yfirhöndina í leiknum allt frá upphafi og stjórnaði stórum svæðum á kortinu. Dusty hélt vel á spöðunum til að brjóta á bak aftur efnahag og liðsanda Fylkis sem bæði voru í algjöru lágmarki. Án Jolla var engin ætlun á bak við aðgerðir Fylkis og fór agað lið Dusty inn í síðari hálfleikinn með gott forskot, staðan 12–3. Sóknarleikur Dusty var engu síðri en vörnin. Dustymenn voru óhræddir við að taka áhættu, sópuðu leikmönnum Fylkis upp með árásargjörnum aðgerðum og studdu vel hver við annan. Eddezennn kláraði leikinn svo með fjórfaldri fellu í nítjándu lotu og úrslitin 16–3 fyrir Dusty. Cryths átti einnig stórfína spretti í þessum síðasta leik hans með Dusty. Hann gekk til liðs við hópinn fyrr á tímabilinu en í vikunni var tilkynnt að það sem eftir er af Ljósleiðaradeildinni muni þjálfarinn CLVR koma inn í hans stað. Eftir sigurinn á Fylki er Dusty einungis einum sigri frá því að tryggja sér fyrsta sætið í deildinni, svo þrátt fyrir nokkar leikmannabreytingar virðist ekkert geta dregið úr þeim kraftinn. Kórdrengir – Vallea Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tóku Kórdrengir á móti Vallea í Mirage í æsispennandi leik. Vallea höfðu unnið 9 af síðustu 10 leikjum og á mikilli siglingu eftir að Minidegreez gekk til liðs við þá. Kórdrengir voru þó öllu sprækari og ekki lengi að koma sér í 5–0. Vallea komst þá upp á lagið með að fella Blazter snemma í lotum og gerði það þeim kleift að jafna og komast yfir. Staðan í hálfleik var 8–7 fyrir Vallea, en það átti eftir að breytast skjótt. Kórdrengir voru enga stund að jafna í síðari hálfleika, tryggja sér völdin á kortinu og staðsetja sig vel til að verjast sóknum Vallea. Mættu þeir leikmönnum Vallea framarlega og af hörku, sóttu sér upplýsingar með snjöllum fléttum og tryggðu sér góðan sigur, 16–10. Úrslitin komu nokkuð á óvart því Vallea er í toppbaráttunni en Kórdrengir hafa verið í neðsta sæti allt tímabilið. Mirage kortið hentar þeim þó vel, og það er spurning hvort hér sé að merkja einhvers konar tilraun Kórdrengja til að halda sér í efstu deild eftir erfitt tímabil. Ármann – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Ármann og Saga í Dust 2. Eftir nokkrar leikmannabreytingar hefur Ármann snúið aftur í kjarna liðsins sem loks hefur náð að slípa sig saman. Saga hafði farið létt með fyrri tvo leiki liðanna og unnið þá stórt, en nú var komið að Ármanni að pakka þeim saman. Leikmenn Ármanns léku af miklu sjálfstrausti enda full innistæða fyrir því. Vargur nældi sér í ás og felldi alla leikmenn Sögu í sjöttu lotu þegar bæði lið voru fullvopnuð, og henti sögu enn og aftur í spar. Leikmenn Sögu gátu ekki stutt nægilega vel hver við annan framan af og nokkuð vantaði upp á hraðann og skipulagið hjá liðinu. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Ármanni. Saga fann loks glufur í leik Ármann í síðari hálfleik þar sem ADHD fór á kostum við að fella leikmenn Ármanns þegar þeir reyndu hratt að koma sér í stöður. Um tíma var botninn dottinn úr leik Ármanns og engin stemning yfir liðinu. Þeir skutu sig þó í gang aftur og kláraði Ofvirkur leikinn með glæsilegum ás. Lokastaðan 16–11 og varnarleikur Ármanns var það sem skilaði þeim þessum sigri. Þór - XY Í lokaleik umferðarinnar mættust Þór og XY í Nuke, en það kort hafði ekki sést furðu lengi. Það var allt í húfi hjá Þórsurum sem voru í leiðinlegri stöðu fyrir leikinn í gærkvöldi. Eftir töp gegn Ármanni og Vallea höfðu sigurlíkur liðsins versnað til muna og þurftu Þórsarar nú að vinna alla sína leiki og treysta á að Dusty tapaði öllum sínum. Tap í leiknum myndi því þýða að Þór gæti í besta falli endað í öðru sæti deildarinnar. XY náði þriggja lotu forskoti í upphafi en það lifnaði mikið yfir leikmönnum Þórs eftir að Allee náði ás í fimmtu lotu og krækti sér í vappa. Fullvopnaðir Þórsarar fóru hægt og skipulega um kortið til að ná yfirhöndinni í leiknum og munaði þar um fjölmargar margfaldar fellur leikmanna liðsins. Staðan á hálfleik var 9–6 fyrir Þór svo ekki var öll von úti fyrir XY. Eftir tap í fyrstu tveimur lotum síðari hálfleiks komst XY á gott ról og náði að koma sér yfir Þór um stund. Börðust bæði lið hart Börðust bæði lið hart en ljóst var að Þór ætlaði alls ekki að færa Dusty sigurinn í deildinni á silfurfati alveg strax. Unnu þeir síðustu fjórar loturnar í leiknum eftir að hafa lent undir og náðu að knýja fram sigur í leiknum. Leikurinn fór því 16–13 fyrir Þórsurum, en sigurlíkur þeirra í deildinni hanga þó á bláþræði. Staðan Að 18. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar tekið örlitlum breytingu. Dusty er enn sem áður á toppnum, nú 6 stigum á undan Þór sem hefur tekið annað sætið til baka frá Vallea. eins og áður segir eru Dusty nú einungis einum sigri frá því að vinna deildina og ríður því mikið á úrslitum næstu umferðar. Að öðru leyti er staðan óbreytt. Vallea er aftur komið í þriðja sætið, Ármann, XY og Saga koma þar á eftir og Fylkir og Kórdrengir reka lestina, nú jöfn að stigum með fjóra sigra hvort. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 19. umferðin fram dagana 15. og 18. mars. Dagskrá 19. umferðar er svona: Þór – Saga, 15. mars. kl. 20:30. XY – Dusty, 15. mars. kl. 21:30. Fylkir – Vallea, 18. mars. kl. 20:30. Ármann – Kórdrengir, 18. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Skráning hafin í Opna mótið Á næstu vikum fara þrjú mót fram í CS:GO á Íslandi og sjá má dagsetningarnar hér: Skráning er hafið fyrir Opna mótið og fer hún fram á Challenger Mode svæði Rafíþróttasamtakanna. 64 lið taka þátt og efstu 4 liðin komast á Áskorendamótið. Liðin sem standa sig best þar vinna sér inn þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þar sem bestu lið landsins etja kappi.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira