Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 22:15 Systurnar Sigga, Elín og Beta sigruðu Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í kvöld, þann 12. mars. Vísir/Hulda Margrét Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12