Lífið

Brjáluð stemning á Söngva­keppninni: „Ég get alveg gefið það upp að allir fái frían miða út til Torínó“

Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Björg Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kynnar kvöldsins.
Björg Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kynnar kvöldsins. Stöð 2

Kynnar kvöldsins í Söngvakeppni sjónvarpsins gera ráð fyrir brjálaðri stemningu í kvöld. Framlag Íslendinga í Eurovision mun liggja fyrir í lok keppninnar, sem hefst klukkan 19.45 á RÚV.

„Það verður brjálað show. Og það er búið að líma þakið á höllina aðeins betur af því við búumst við því að það muni lyftast. Það segir nú sína sögu að Stöð 2 sé mætt á staðinn, við erum geðveikt ánægð með það,“ segir Björg Magnúsdóttir ein kynna í keppninni í kvöld.

Þegar fréttamaður spyr hvort áhorfendur megi gera ráð fyrir óvæntum uppákomum segir Jón Jónsson, einn kynna kvöldsins, að það verði heldur betur raunin. Aðspurður segir hann að allir muni fá gjafir, og grínast með sængurgjafirnar sem GDRN fékk á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar í síðustu viku. Grínið hlaut blendin viðbrögð netverja og annarra eins og sjá má í fréttinni hér að neðan.

„Að sjálfsögðu. Ég get alveg gefið það upp að allir fá frían miða út til Torínó. En þið þurfið svo að skila því,“ segir Jón Jónsson einn kynna og bætir við að hann sé nú bara að grínast. 

Kynnarnir segja að allt verði undir:

„Þetta snýst allt um flutninginn í kvöld og svo eru það að sjálfsögðu þið heima sem kjósið. Í þessum fyrri hluta keppninnar þá vega atkvæði dómnefnda helming, þannig það getur alltaf gerst hér,“ segir Ragnhildur Steinunn einn kynna kvöldsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×