Eiginkona Jóa er hjúkrunarfræðingur og fór með hann beinustu leið upp á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi. Þar var hann skoðaður í bak og fyrir, í kjölfarið keyrður í sjúkrabíl á Landspítalann og kominn í aðgerð aðeins fáeinum mínútum síðar.
„Þó svo sjúkrahúsin séu full og mikið álag fannst mér eins og ég væri eini sjúklingurinn. Tveimur tímum eftir að ég fann fyrir verkjum var ég búinn í bráðaaðgerð. Þurfti að fara í hjartaþræðingu og var CX æðin 100% stífluð sem er víst ein af þessu stóru aðal æðum,“ skrifar Jói Fel á Instagram.
Jói vinnur að opnun nýs veitingastaðar um þessar mundir og segir að starfsfólk muni sjá um „allt saman“ þangað til hann nær sér að fullu.