Þura Stína Kristleifsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, segir hópinn þakklátan fyrir ferðalagið í Söngvakeppninni. Þá þakkar hún Íslendingum góðar viðtökur. „Við bjuggumst alls ekki við þeim og ég á engin orð,“ segir hún á Twitter.
Við erum svo ótrúlega þakklátar fyrir ferðalagið, takk í alvöru Ísland fyrir viðtökurnar!! Við bjuggumst alls ekki við þeim og ég á engin orð
— Sura Þína (@ThuraStina) March 13, 2022
Til hamingju elsku Sigga, Beta, Elín og Lovísa! Okkar hjörtu fylgja ykkur alla leið út
Steinunn Jónsdóttir, sem er einnig í Reykjavíkurdætrum, segist vera stolt af því hversu áberandi tónlistarkonur voru í keppninni og þakklát fyrir stuðning.
Það er bara magnað hversu margar geggjaðar en ólíkar tónlistarkonur tóku mikið pláss í þessari keppni! Ég er svo stolt af því og þakklát fyrir allan stuðninginn!! Ég hlakka til að takast á við næstu ævintýri og fylgjast með öllum hinum takast á við sín. #12stig
— Steinunn Jónsdóttir (@steinunnjon) March 13, 2022
Það voru einmitt þrjár konur sem fluttu sigurlag keppninnar en það er samið af konu.