Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 20:54 Sigga, Beta og Elín unnu Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Stöð 2 Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
Úrslitin voru nokkuð óvænt í gærkvöldi. Að minnsta kosti fyrir þá sem tóku mark á veðbönkum sem höfðu spáð Reykjavíkurdætrum sigri. Og það voru úrslitin einnig fyrir siguratriðið. „Við áttum ekki alveg von á þessu. Þetta var svoldið óvænt,“ segir Sigga. „Við erum ennþá bara í smá sjokki,“ tekur Beta undir. Það sást enda á þeim systrum þegar þær stigu upp á svið í gær eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Við erum búnar að fá svona myndir af okkur þar sem við erum bara alveg hissa í framan,“ segir Elín. Elska Reykjavíkurdætur Eins og nánast hvert einasta ár eru ekki allir Íslendingar sammála um úrslit söngvakeppninnar. Ýmsir netverjar kvörtuðu undan því að ná ekki í gegn um símkerfið í kosningunni og héldu sumir því fram að þar hefði sérstaklega hallað á Reykjavíkurdætur vegna bilunar í kerfinu. Þetta þvertaka forsvarsmenn keppninnar fyrir og segja að sigur Eyþórsdætra hafi verið afgerandi. „Við elskum Reykjavíkurdætur,“ segja systurnar. „Við spáðum þeim sigri líka, héldum með þeim og bara allt. Fannst þær algjörlega geggjaðar. Það var heiður að fá að vera með þeim þarna.“ Ekki mestu Eurovision-aðdáendurnir Þegar þær eru spurðar hvort þær séu miklir aðdáendur keppninnar kemur hik á systurnar. „Sko, já og nei... bæði. Við þekkjum ekki stóru keppnina...“ „Þetta er allt svoldið nýtt fyrir okkur, verum nú bara alveg heiðarlegar þar,“ viðurkennir Elín loks. „En það er svo innilega raunverulegt að þetta er búið að vera skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur.“ Þær eru spenntar að komast út að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands. „Þetta er bara ótrúlega gaman og skemmtilegt og takk fyrir að treysta okkur.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira